Nýjung fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík

Hjólaborgin Samgöngur

""

„Það er mjög þægilegt að geta tyllt niður fæti á svona hjólatyllur við gatnamót þannig að það þurfi ekki að stíga niður af hjólinu þegar stoppað er," segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í tilefni af uppsetningu á fyrsta hjólabiðstandinum.

Unnið er að því um þessar mundir að koma upp sex hjólabiðstöndum við ljósastýrð hjólagatnamót við eftirfarandi gatnamót í Reykjavík:

  • Laugavegur - Nóatún.
  • Kringlumýrarbraut - Suðurlandsbraut (2 stk.)
  • Reykjavegur - Suðurlandsbraut (2 stk.)
  • Engjaveg - Suðurlandsbraut.

Verkefnið er hluti af því að þjónusta betur sístækkandi hóp hjólreiðafólks í borginni, segir Sigurborg Ósk sem vill bæta innviði fyrir hjólreiðar í borginni. „Margt smátt gerir eitt stórt og við stefnum ótrauð að því að bæta þjónustu fyrir hjólandi vegfarendur til framtíðar," segir hún og bendir á að það hafi orðið mikil fjölgun hjólandi og gangandi vegfarenda á þessum hjólastíg. 

Þessir standar hafa almennt þann tilgang að auka við þægindi hjólreiðamanna þegar þeir stoppa á rauðu ljósi við gatnamót.  Hjólareiðafólk hefur hingað til þurft að styðja sig við staura eða stíga af hjólum en nú getur það sett fót á stand meðan beðið er.

Einnig verða límmiðar festir fljótlega á standana með nokkrum slagorðum eins og „Takk fyrir að hjóla“, „Þú ert æði“, „Láttu þér líða vel“, „Hallaðu þér að okkur“, „Við styðjum þig“ og „Ég elska að hjóla“.

Fyrsti standurinn, sem er neongrænn að lit, var settur upp í gær, 22. september, á horni Laugavegs og Nóatúns. Sigurborg Ósk átti leið hjá þegar uppsetning stóð yfir, á lokadegi samgönguviku

Hjólabiðstandarnir eru íslensk framleiðsla og hönnun. Það var KRUMMA EHF.