Nýjar mælingar í Nauthólsvík

sunnudagur, 16. júlí 2017

Mælingar við Nauthólsvík sýna verulega lækkun saurkólígerlamengunar og eru gildi nú undir viðmiðunarmörkum.  Mælingar í lóni við Ylströndina eru lág og vel innan marka sem sett eru um baðstaði í náttúrunni.

  • Reykjavíkurborg - Nauthólsvík
    Krakkar á siglingu í Nauthólsvík.
  • Reykjavíkurborg - Ægissíða.
    Ægissíða.

Gildi halda áfram að lækka í Nauthólsvík og mældust í gær 15. júlí 79/100 í stað 99/100 deginum áður.  Heilbrigðiseftirlitið tekur sýni aftur i dag, sunnudag 16. júlí, og niðurstöður liggja fyrir á morgun.

Mælingar í Nauthólsvík fóru úr 1100/100 13. júlí  í 99/100 saurkólígerla í sýni 14. júlí. Gildi eru þó hærri en venjulegt er í Nauthólsvík.  Í kjölfar niðurstaðna þótti ástæða til að taka sýni í lóni Ylstrandarinnar. Sýni í miðju lóninu sýndu 2 /100 saurkólígerla í 100 ml. og er það vel undir mörkum gilda sem sett eru um baðstaði í náttúrunni.

Verið er að kanna uppsprettu mengunar í Nauthólsvík.  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta Nauthólsvíkina daglega auk þess að fylgjast með strandlengjunni við Faxaskjól, Ægissíðu og Skeljanes.

Mæling 16. júlí sýni 90/100 saukóligerla í Nauthólsvík og aftur verða tekin sýni mánudaginn 17. júlí.

Mælingar 14. júlí í Nauthólsvík