No translated content text
Vegna lagningar á nýrri vatnslögn þvert undir Laugaveg upp við Kringlumýrarbraut verður lokað tímabundið fyrir umferð um Laugaveg við gatnamótin. Lokað verður frá kl. 18.00 á föstudag og umferð beint um hjáleiðir. Opnað verður á ný kl. 7.00 á mánudag.
Kringlumýrarbraut verður opin, en ekki verður hægt að beygja inn á Laugaveg. Bílaumferð niður Suðurlandsbraut þarf einnig að fara um hjáleiðir, en gangandi og hjólandi komast stíginn meðfram Laugavegi.
Strætó mun nota hjáleið um Borgartún og Nóatún. Settar verða upp merkingar á þeim biðstöðvum sem falla út.
Framkvæmdin um helgina er hluti af endurnýjun 600 mm vatnslagnar meðfram Kringlumýrarbraut frá dæluhúsi neðan við Laugaveg upp að Miklubraut. Vatnslögnin verður lögð meðfram núverandi gönguleið og þar kemur nýr hjólastígur. Jarðvegsframkvæmdir nýtast þannig bæði vatnslögninni og hjólastígnum. Verkefnið er unnið í samstarfi Reykjavíkurborgar, Orkuveitunnar, Mílu og Vegagerðarinnar.
Ný frétt - Lokun á Laugavegi við Kringlumýrarbraut framlengd um sólarhring.