Ný fánastöng í Furuskógum | Reykjavíkurborg

Ný fánastöng í Furuskógum

mánudagur, 27. maí 2013
  • ""
    Sigrún Björg Ingþórsdóttir leikskólastjóri dró íslenska fánann að húni á sumarhátíðinni.

Sumarhátíð var haldin í Furuskógi á dögunum og var af því tilefni vígð ný fánastöng á skólalóðinni. Dagurinn hófst á athöfn við nýju fánastöngina þar sem börnin sungu Öxar við ána og Sigrún leikskólastjóri dró fána að húni. Síðan var haldið í skrúðgöngu og mættust börnin úr Furubskógi börnum úr Skógarborg á miðri leið milli leikskólanna. Þá upphófst mikil sirkussýning þar sem börn og fullorðnir skemmtu sér stórvel.

Síðdegis var svo opið hús fyrir foreldra og aðra gesti sem þáðu veitingar og skoðuðu sýningu á vinnu barnanna í vetur