Ný brunavarnaáætlun og nýjar slökkvibifreiðar

""

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undirritaði í dag, 4. maí, nýja brunavarnaáætlun og samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum. 

það var formaður stjórnar slökkviliðsins, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, ásamt Birni Karlssyni, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra, sem undirrituðu nýja brunavarnaáætlun ásamt bæjarstjórum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlunin er stefnumótandi til næstu ára varðandi þá þjónustu sem slökkviliðið veitir höfuðborgarbúum.

Í beinu framhaldi skrifuðu borgarstjóri og Benedikt Einar Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Ólafi Gíslasyni & Co. hf. undir samning um kaup á fjórum nýjum slökkvibifreiðum sem áætlað er að komi til landsins á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem slökkviliðið fær fjórar nýjar bifreiðar í einu og verður það mikil lyftistöng fyrir starfsemina því  veruleg þörf er orðin fyrir endurnýjun.