Nóa konfekt innkallað vegna málmagna

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Nói Síríus, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Nóa Konfekt: Konfekt í lausu 560 gr. og Konfektkassa 630 gr., sjá meðfylgjandi myndir.

Ástæða innköllunar er að við gæðaeftirlit Nóa Síríusar kom í ljós að málmagnir frá skammtara hafa hugsanlega smitast í fyllingar í konfektmolum sem gerir konfektið ekki öruggt til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við

  • Vörumerki: Nóa Konfekt
  • Vöruheiti/Vara: Konfekt í lausu
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 04.08.2022
  • Nettómagn: 560 g
  • Vörumerki: Nóa Konfekt
  • Vöruheiti/Vara: Konfektkassi
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 29.07.2022
  • Nettómagn: 630 g
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Um dreifingu sjá Krónan, Samkaup (Nettó, Kjörbúðin Skagaströnd, Iceland) og Húsasmiðjan Skútuvogi.

Neytendum sem hafa keypt matvælin er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nóa Síríusar.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, sími 575 1800, noi[hja]noi.is.