Neyðarskýli í Reykjavík verða opin á morgun

Kona gengur í kulda í Reykjavík

Dagopnun verður í neyðarskýlunum í Reykjavík á morgun, fimmtudag. Neyðaráætlunin er virkjuð í rauðum og appelsínugulum veðurviðvörunum, þegar fólki er almennt ráðlagt að halda sig inni við. Hún er líka virkjuð í miklu frosti.

Markmið neyðaráætlunarinnar er að tryggja að upplýsingar um slæmt veður og breyttan opnunartíma neyðarskýla berist gestum neyðarskýla og öðrum sem kunna að vera í ótryggum aðstæðum. VoR-teyminu, stjórnendum neyðarúrræða fyrir heimilislausa, bráðamóttöku Landspítalans, lögreglu, Rauða krossinum og öðrum sem koma að þjónustu við heimilislaust fólk í Reykjavík er gert viðvart.

Alltaf er fylgst með veðurspám og tilkynningum frá Almannavörnum og brugðist við í hvert sinn sem þörf er á.