Nemendur Rimaskóla sigruðu á frjálsíþróttamóti grunnskóla 3. árið í röð

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Nmendur Rimaskóla unnu Frjálsíþróttamót grunnskóla í öllum árgöngum keppninnar, 6. – 9. bekk. Af því tilefni var efnt til mikillar verðlaunahátíðar í sal skólans.

Frjálsíþróttahetjurnar kunnu þau  Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason voru viðstödd verðlaunahátíðina í skólanum og afhentu nemendum verðlaunin.

Frjálsíþróttamótið fór fram í Laugardalshöll fyrstu daga septembermánaðar með þátttöku 20 skóla. Rimaskóli fékk áfram til varðveislu fjóra glæsilega farandbikara. Skólinn veitti auk þess nemendum vegleg peningaverðlaun fyrir árangurinn sem þeir eiga að nýta til uppbyggilegra verkefna. Sigurinn vannst á góðri þátttöku því stór meirihluti krakkanna í 6. – 9. bekk Rimaskóla mættu í Laugardalshöllina til að vinna stig fyrir skólann. Keppt var í 60 og 600 m hlaupum, langstökki og kúluvarpi í drengja-og stúlknaflokki. Nemendur Rimaskóla unnu sigur í fjórum greinum, urðu 15 sinnum í 2. sæti og 21. sinni í bronssæti. Skólinn hlaut alls 3140 stig en næsti skóli í röðinni var með 495 stig. Rimaskóli er heilsueflandi grunnskóli og þátttakan í Frjálsíþróttamóti grunnskóla liður í þeirri vinnu.