Nærri sjö þúsund hafa kosið á hverfidmitt.is

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Í dag höfðu nær sjö þúsund Reykvíkingar kosið á hverfidmitt.is um hvaða verkefni eigi að koma til framkvæmda á næsta ári. Oft eru ekki nema örfá atkvæði sem ráða úrslitum og dæmi eru um að nokkurra atkvæða munur hafi skutlað hugmynd á framkvæmdalistann.   

Til þessa er hlutfallslega besta þátttakan í Grafarholti og Úlfarsárdal, en þar kitla íbúar 10% múrinn með 9,9% þátttöku 15 ára og eldri.  Árbæingar eru í öðru sæti með 7,9% þátttöku. Þessi hverfi voru í fyrra einnig með bestu þátttökuna, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. 

Breiðhyltingar og Vesturbæingar eru rólegust í tíðinni en þar höfðu 4,4% og 4,6% íbúa tekið þátt um hádegi dag.

Reykvíkingar eru hvattir til að kjósa og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum í lokin til að skila gildu atkvæði. Auðvelt að breyta atkvæði sínu með því einfaldlega að kjósa aftur. Síðast greidda atkvæði hvers og eins gildir.

Síðasti séns til að kjósa er 14. nóvember.   

Tengt efni: