Myndaorðabók í íslenskum veruleika

Skóli og frístund

Orð eru ævintýri

Nokkrum þúsundum eintaka af bókinni Orð eru ævintýri hefur verið dreift til leikskólabarna í Reykjavík og víðar. Bókin er fyrsta íslenska myndaorðabókin og fyrsta námsgagnið sem Menntamálastofnun gefur út fyrir leikskóla. Bókin er einnig á rafrænu og gagnvirku formi sem gefur börnum af erlendum uppruna tækifæri til að heyra íslenskan framburð og sjá orðið stafsett á sínu heimamáli.

Fyrsta námsgagn Menntamálastofnunar fyrir leikskóla

Bókin sem miðar að því að efla orðaforða hefur verið og verður dreift til allra barna sem fædd eru 2018, 2019 og 2020. Miðja máls og læsis sem er hluti af skóla- og frístundasviði Reykjavíkur átt stóran þátt í gerð bókarinnar, en hugmyndin kom frá Helga Grímssyni sviðsstjóra. Bókin sem sýnir veruleika barna á Íslandi var svo unnin í samvinnu við námsbraut í talmeinafræði í Háskóla Íslands, leikskólanna Laugasólar og Blásala, Austurbæjarskóla og Menntamálastofnunar.

Orðalistinn vandlega valinn

Bókin er sniðin að íslenskum veruleika og er myndaorðabók sem nýtist í kennslu fyrir leikskóla og í íslensku sem annað tungumál í grunnskólum með ítarefni fyrir foreldra og starfsfólk. Bókinni fylgja hagnýtar upplýsingar og fræðandi leiðbeiningar um málþroska barna, hugmyndir að verkefnum, kennsluaðferðum og námsleikir fyrir grunnskólanemendur sem læra íslensku sem annað tungumál. Þá eru leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig best sé að nota bókina til að efla orðaforða barna og eiga samtal um myndirnar.

Í upphafi þurfti að velja orð í bókina og útbúinn var orðalisti sem byggir á bókinni „Tíðni orða í tali barna“ eftir Jóhönnu Thelmu Einarsdóttur prófessors við Háskóla Íslands. Rannveig Gestsdóttir sem þá var meistaraneminn í Talmeinafræði hjá Háskóla Íslands vann grunn orðalistann og hafði í huga algengi orða og merkingu.