Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2019

Skóli og frístund

""

Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna fyrir grunnskóla­starf í  Reykjavík þar sem starfað er í samræmi við stefnu um skóla án aðgreiningar.

Starfið á að einkennast af fjölbreytni og viðurkenningu á mismunandi þörfum nemenda, þar sem allir nemendur taka virkan þátt í skólastarfinu og margbreytileikinn er sýnilegur og virtur.

Arthur Morthens, sem lést árið 2016, helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og var jafnframt talsmaður þeirra í réttindabaráttu sem oft á tíðum var erfið. Hann vann ötullega gegn einangrun barna með sérþarfir, stóð í fylkingarbrjósti í stefnumótun fyrir mannréttindum þeim til handa og barðist fyrir því að öll börn hefðu sömu tækifæri til náms í skóla án aðgreiningar.

Skilafrestur tilnefninga er til 18. febrúar 2019. Allir geta sent inn tilnefningar á: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið sfs@reykjavik.is.

Sjá tilnefningarblað.