Miðnæturhlaup í kvöld

Samgöngur Umhverfi

Kona hleypur í miðnætursólinni

Miðnæturhlaup Suzuki verður í kvöld fimmtudaginn 20. júní 2019. Hlaupið hefst á Engjavegi og endar á göngustíg við þvottalaugarnar í Laugardal.  Lokað verður fyrir bílaumferð á nokkrum götum vegna hlaupsins og eru flestar lokanir eftir kl. 20.45.   Sjá lista neðar á síðunni. Strætó mun gera ráðstafanir vegna götulokana tengdum hlaupinu.

Hlaupið hefst eins og áður segir á Engjavegi og endar á göngustíg við þvottalaugarnar í Laugardal. Boðið er upp á þrjár hlaupaleiðir; 5 km sem er hringur í Laugardal, 10 km sem fer frá Laugardal upp að stíflu í Elliðaárdal og til baka og 21 km leið sem er sama leið og 10 km í upphafi, framhjá stíflunni og eins og leið liggur upp dalinn, meðfram Rauðavatni, yfir golfvöll GR, niður Grafarvog að Elliðaárdal og þaðan í átt að Laugardal. Öll hlaupin sameinast um endamark á Þvottalaugavegi við Grasagarðinn.

Eftirfarandi götulokanir verða fyrir bílaumferð þann 20. júní 2019:

  • Miðbik Engjavegar við Laugardalshöll frá kl. 17:00 – 22:00
  • Engjavegur lokaður frá kl. 20:45 – 21:30
  • Álfheimar milli Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
  • Ljósheimar milli Álfheima og Gnoðarvogs 20:50 – 21:30
  • Gnoðarvogur við Engjaveg 20:50 – 21:30
  • Skeiðarvogur milli Sólheima og Sogavegar 20:50 – 21:50
  • Skeiðarvogur milli Sólheima og Suðurlandsbrautar 20:50 – 23:50
  • Borgargerði við Sogaveg 20:50 – 21:50
  • Bústaðavegur milli Reykjanesbrautar og Stjörnugrófar 20:50 – 21:50
  • Sogavegur frá Skeiðarvogi að Bústaðavegi 20:50 – 21:50
  • Reykjavegur frá kl. 21:10 – 21:45
  • Suðurlandsbraut við Landholtsveg 21:00 – 23:55

Truflun á umferð mun eiga sér stað:

  • Skeiðarvog og Álfheima við Suðurlandsbraut frá kl. 21:20 – 23:00
  • Tunguvegur við Sogaveg 20:50 – 21:50
  • Byggðarendi við Sogaveg 20:50 – 21:50
  • Austurgerði við Sogaveg 20:50 – 21:50

Nánari upplýsingar    

Myndir eru birtar með leyfi ÍBR.