Miðborgarsjóður kallar eftir umsóknum
Opið er fyrir umsóknir í Miðborgarsjóð fyrir verkefni eða viðburði sem fram eiga að fara í miðborginni fyrir lok apríl 2023. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2022.
Hagsmuna- eða grasrótarsamtök, fyrirtæki eða einstaklingar sótt um styrki.
Miðborgin á að vera áhugaverður og aðlaðandi dvalar og áfangastaður fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila borgarinnar, landsmenn alla og erlenda gesti. Markmið Miðborgarsjóðs er að stuðla að fjölbreytni í miðborginni og eflingu hennar sem íbúðabyggðar og um leið miðstöðvar verslunar, þjónustu, mannlífs, menningar og stjórnsýslu.
Við úthlutun úr miðborgarsjóði 2022 verður lögð áhersla á verslun og þjónustu, tónlist og aðra menningartengda viðburði og verkefni ásamt markaðssetningu miðborgarinnar. Einnig verður horft til rannsóknar-, nýsköpunar-, og þróunarverkefna sem efla miðborgina.
Framkvæmdir tengdar húsnæði, innan- eða utanhúss, verða ekki styrktar, né markaðssetning einstaka reksturs.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember á vef Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar er að finna á reykjavik.is/midborgarsjodur.
Bent er á að hægt er að sækja um styrki úr Viðburðapotti Jólaborgarinnar til viðburða í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Sjá nánar á Viðburðapottur Jólaborgarinnar 2022 | Borgin okkar.