Miðbakkinn - Opnunarhátíð

Menning og listir Mannlíf

""

Föstudaginn 12. júlí opnar Miðbakkinn með pompi og prakt. Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir endurheimta Miðbakkann sem almannarými en svæðið hefur á undanförnum árum verið bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa.

Ungir listamenn hafa nú málað svæðið með hafsæknum myndum og hafa ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum. Hjólabrettasvæðið er hannað í samráði við hjólabrettaiðkendur og aðila sem rekur hjólabrettaskóla í borginni. 

Dr. Bæk mætir á svæðið en hann er sérlega laginn við að koma reiðhjólum í gott ástand og eru allir reiðhjólaeigendur hvattir til að koma með hjólin sín í fría ástandsskoðun á milli kl. 16 - 18 á föstudaginn.

Dagskrá 12. júlí:

Kl. 16:00 DJ Dóra Júlía spilar tónlist. 

Kl 16:15 Ávarp. 

Kl. 16:30 atriði frá dansskóla Brynju Péturs. 

Kl. 17:00 BMX Brós verða með atriði. 

Kl. 18:00 Viðburði lýkur.

Í sumar verður boðið upp á ýmsa viðburði á svæðinu má þar nefna fyrstu Götubita hátíðina á Íslandi (Street Food Festival) þann  19.-21. júlí n.k. Hátíðin mun samanstanda af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða básar fyrir pop up verlsanir, bar, kaffisölu og matarmarkað ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur skemmtiatriði.

Reykjavíkurborg opnar einnig á Miðbakkanum fyrsta umferðargarðinn á Höfuðborgarsvæðinu sem er ætlaður ungum vegfarendum og þeirra uppalendum til að þjálfa hjólafærni. Frábær leið fyrir hjólandi vegfarendur á öllum aldri að læra og deila saman góðri hjólamenningu. 

Ekki missa af einstökum viðburði á Miðbakkanum í sumar. Frítt inn og verið öll velkomin!

Viðburður á Facebook

Miðbakkinn beint streymi