Metþátttaka við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey

Mannlíf Menning og listir

""

1850 manns voru viðstödd tendrun Friðarsúlunnar í gærkvöldi. Listakonan Yoko Ono ávarpaði mannfjöldann og flutti ljóð að því loknu voru spiluð lögin Imagine og Give Peace a Chance. Gestir fögnuðu ákaft þegar kveikt var á friðarsúlunni í blíðskaparveðri í gærkvöldi og tóku undir með lögunum. 

Listakonan Yoko Ono tendraði í gærkvöldi Friðarsúluna í Viðey. Boðið var upp á fríar bátsferðir út í eyjuna og notuðu 1850 manns tækifærið til að taka þátt í athöfninni. 9. október er fæðingardagur Johns Lennons en hann hefði orðið 73 ára hefði hann lifað. 

Yoko Ono ávarpaði mannfjöldann og flutti ljóð. Að því loknu voru spiluð lögin Imagine og Give Peace a Chance. Gestir fögnuðu ákaft þegar kveikt var á friðarsúlunni í blíðskaparveðri í gærkvöldi og tóku undir með lögunum. 

Friðarsúlan í Viðey er útilistaverk unnið af Yoko Ono til minningar um John Lennon og tákn um baráttu þeirra hjóna fyrir heimsfriði. Friðarsúlan var fyrst tendruð 9. október 2007 við hátíðlega athöfn í Viðey. Ár hvert er Friðarsúlan tendruð tveimur tímum eftir sólsetur frá afmælisdegi Johns Lennons, 9. október, til og með 8. desember en þann dag dó John Lennon árið 1980.