No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar styður menningarlífið
Mannlíf Menning og listir
Úthlutun styrkja menningar- og ferðamálaráðs og útnefning Tónlistarhóps Reykjavíkurborgar fór fram á Kjarvalsstöðum 18. janúar og var þá opinberuð niðurstaða ráðsins viku fyrr. Elsa Yeoman formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi til menningarmála. Um er að ræða verkefnastyrki, styrki til almennrar liststarfsemi og langtímasamninga sem skiptast í samstarfssamninga og Borgarhátíðasjóð.
Fyrir voru á langtímasamningum 10 hátíðir og 4 listhópar með samtals 41.8 m.kr. Alls barst 201 umsókn þar sem sótt var um samtals 450 m.kr. Veitt var vilyrði fyrir 102 styrkjum sem námu samtals þeim 86 m. kr. sem lausar voru nú til úthlutunar. Styrkveitingar litast sem fyrr af gróskumiklu menningarlífi í borginni. Menningarstefna Reykjavíkurborgar er sá grundvöllur sem styrkveitingar ráðsins byggja á og felur það ráðgefandi faghópi að fara yfir styrkumsóknirnar og gera tillögur til ráðsins. Hann er skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar auk Samtaka ferðaþjónustunnar og Höfuðborgarstofu vegna Borgarhátíðarsjóðs. Samþykkti ráðið tillögur faghópsins óbreyttar.
Hæsta styrkinn hlýtur Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís, 12.5 m.kr í ár og 2017. Nýlistasafnið fær 9.5 m.kr, þá koma RIFF og Hinsegin dagar með 5 m.kr. hvor úr Borgarhátíðasjóði næstu þrjú árin. Kling og Bang hlýtur 4,5 m.kr, Reykjavík Dance Festival og leiklistarhátíðin Lókal hljóta 3 m.kr árlega hvor úr Borgarhátíðasjóði næstu þrjú árin og Samtök um danshús tvær milljónir til tveggja ára. Langtímasamningar eru með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun hverju sinni.
Aðrir hæstu styrkir eru til Reykjavík Fashion Festival 2016 2 m.kr, Secret Solstice 1,5 m.kr, Barnabókmenntahátíðinnar Mýrin 1, 2 m.kr og 1 m.kr hljóta Nýsköpunarsjóður tónlistar - Musica Nova, myndlistarhátíðin Sequences, kvikmyndahátíðin Stockfish, Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlinn, Norrænir músíkdagar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins sem jafnframt er útnefnd Tónlistarhópur Reykjavíkur 2016.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004. Hún stendur árlega fyrir þremur verkefnum og heldur ferna til fimm tónleika árlega. Með hljómsveitinni leika um 50 tónlistarnemar úr LHÍ, tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis. Markmið hljómsveitarinnar er að veita ungum hljóðfæraleikurum tækifæri til þess að leika saman í hljómsveit og takast á við helstu stórvirki tónbókmenntanna. Einnig hefur hún frumflutt ný verk ungra tónskálda og fengið til liðs við sig einleikara og einsöngvara sem eru að byrja að hasla sér völl á tónlistarsviðinu. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.
Heildaryfirlit yfir styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2016:
Samstarfssamningar 2016 og 2017: 12.5 m.kr. Heimili kvikmyndanna og 2 m.kr. Samtök um danshús.
Samstarfssamningar 2016: 9.5 m.kr. Nýlistasafnið og 4.5 m. kr. Kling og Bang gallerí.
5 m.kr. Borgarhátíðasjóður 2016, 2017 og 2018: RIFF og Hinsegin dagar í Reykjavík
3 m. kr. Borgarhátíðasjóður 2016, 2017 og 2018: Lókal leiklistarhátíð og Reykjavík Dance Festival.
1 m.kr. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins – Tónlistarhópur Reykjavíkur 2016
Fjárveitingar borgarinnar eftir fyrsta árið eru gerðar með fyrirvara um samþykkt borgarráðs og fjárheimildir skv. fjárhagsáætlun á hverju ári eftir það.
Aðrir styrkir árið 2016:
2 m. kr . Reykjavík Fashion Festival.
1.5 m. kr. Secret Solstice Festival.
1.2 m. kr. Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð.
1 m. kr. Musica Nova - Nýsköpunarsjóður tónlistar, Múlinn jazzklúbbur, Norrænir músíkdagar í Reykjavík, Sequences myndlistarhátíð, Stockfish kvikmyndahátíð.
850.000 kr. Iceland Writers Retreat.
800.000 kr. Mengi menningarhús.
750.000 kr. Hönnunarmiðstöð Íslands v. Design Talks, Möguleikhúsið
700.000 kr. ASSITEJ, IBBY á Íslandi, Íslensk tónverkamiðstöð v. Yrkju, Kammerhópurinn Nordic Affect.
600.008 kr. Harbinger sýningarými.
600.000 kr. Leirlistafélagið.
1.5 m. kr. Secret Solstice Festival.
1.2 m. kr. Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð.
1 m. kr. Musica Nova - Nýsköpunarsjóður tónlistar, Múlinn jazzklúbbur, Norrænir músíkdagar í Reykjavík, Sequences myndlistarhátíð, Stockfish kvikmyndahátíð.
850.000 kr. Iceland Writers Retreat.
800.000 kr. Mengi menningarhús.
750.000 kr. Hönnunarmiðstöð Íslands v. Design Talks, Möguleikhúsið
700.000 kr. ASSITEJ, IBBY á Íslandi, Íslensk tónverkamiðstöð v. Yrkju, Kammerhópurinn Nordic Affect.
600.008 kr. Harbinger sýningarými.
600.000 kr. Leirlistafélagið.
500.000 kr. Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Hverfisgallerí, Íslensk grafík, Karlakórinn Fóstbræður, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Ljósmyndahátíð Íslands, Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi Rósa Ómarsdóttir v. Traces, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra v. Barnamenningarhátíðar á degi íslensks táknmáls, SJS Big Band.
400.000 kr. Anna Kolfinna Kuran v. Maestro, Fatahönnunarfélag Íslands, Handverk og hönnun, Heimilislausa leikhúsið ETHOS, Heimstónlist í Reykjavík, Kammermúsíkklúbburinn, Leikhópurinn Háaloftið v. Biðstofunnar, Leikhúsið 10 fingur, Listasafn ASÍ.
350.000 kr. Barnamenningarfélagið Skýjaborg, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir v. Leikhús meður kíki, Edda Björg Eyjólfsdóttir v. leikverksins Þórbergur, Ekkisens sýningarými, Elma Lísa Gunnarsdóttir v. Lóaboratoríum, Halaleikhópurinn, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Verkalýðsins, María Pálsdóttir v. Pörupilta, Plús Film v. Ef veggirnir hefðu eyru, Reykjavík Peace Festival, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir v. söngleiksins Fíll.
300.000 kr. 15:15 tónleikasyrpan, Anna Guðrún Líndal v. Infinite Next, Elektra Ensemble, Gjörningaklúbburinn, Hannesarholt v. tónleika farfugla, Hraðar hendur v. táknmálssýningar, Kvenfélagið Garpur v. dansleikhúsverksins Og allir vilja vera á sviðinu, Margrét Kristín Sigurðardóttir v. leikverksins Ósagt, Margrét Sara Guðjónsdóttir v. dansverksins Hypersonic States, Nýlókórinn, RaTaTam v.leikverksins SUSS!!!, Sigríður Soffía Níelsdóttir v. dansleikhúsverksins Þín er ljúft að líða elska og bana bíða, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sumarópera unga fólksins, Tónskóli Sigursveins v. Lögin hennar Hildigunnar.
250.000 kr. Erla Steinþórsdóttir v. ritlistarsmiðjunnar Skáldhugi,Hinsegin kórinn, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir v. leikhúsverkefnisins Villikellingar, Kara Hergils Valdimarsdóttir v. einleiksins Hún pabbi, Kvennakórinn Vox Feminae, Leikhúslistakonur 50+, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir v. dans- og tónleikaverksins The Great Blues Whale, Pamela De S. Kristbjargardóttir v. barnatónleika á Myrkum músíkdögum, Steinunn Marta Önnudóttir v. Bækur á bakvið, Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir vegna Mitt hefur nef – stuttmynd.
200.000 kr. Barnamenningarfélagið Skýjaborg v. Cleiti craicailte-Furðurfuglafjaðrir, Elísabet Birta Sveinsdóttir v. dansverksins Cold Intimacy, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra tónlistarmanna v. Klassík í Vatnsmýrinni, Furðuleikhúsið v. Sóla og Sólin, Gígja Jónsdóttir v. dansleikhúsverksins A Guide to the Perfect Human, Kriðpleir v. Ævisaga einhvers, Leikfélagið Hugleikur, Listafélag Langholtskirkju, Opið út v. leiksýningarinnar To perform or not, Raflistafélag Íslands v. Raflost, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir v. Tunglstundin, S.L.Á.T.U.R v. Sláturtíð 2016, Sverrir Guðjónsson v. Rökkursöngvar, Tónlistarhópurinn Umbra, Þorsteinn Örn Kolbeinsson v. Wacken Metal Battle 2016.
150.000 Ungleikur.
142.000 Erla Steinþórsdóttir v. Hingað til…
142.000 Erla Steinþórsdóttir v. Hingað til…