Meiri gróður og listræn lýsing á endurbættu torgi í Mjóddinni

Umhverfi

""

Haldið verður áfram að fegra útivistar- og torgsvæðin í Mjódd í sumar. Torgið sem er á milli Sambíóanna, Landsbankans og Þangbakka 10 er næst á dagskrá.

Torgið mun taka miklum breytingum en um er að ræða annan áfanga af þremur á þessum torgsvæðum í Mjóddinni.

Bekkir til að setjast niður í sólinni

Áhersla er á aukinn gróður og grassvæði. Skemmtileg lýsing bæði eykur öryggi fólks og lífgar upp á svæðið. Bekkir verða þar sem mesta sólin er og hægt verður að tylla sér niður. Hjólabogar verða settir upp til að mæta þörfum hjólandi vegfarenda.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 50 milljónir króna.

Hönnunarvinna við þriðja áfanga stendur nú yfir.

Fyrsti áfangi, torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, á milli kirkjunnar og Þangbakka 8-10, verður tilbúið eftir um tvær vikur og verður spennandi að sjá umbreytinguna á fullkláruðu torgi.

Fylgigögn um svæðið.