Meira frístundastarf fyrir nemendur í lokuðum skólum

Skóli og frístund

""

Frá og með morgundeginum verður frístundastarf í boði allan daginn fyrir yngstu nemendurna í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla en fresta varð skólasetningu í þessum skólum vegna sóttvarnaraðgerða.

Frístundaheimilið Krakkakot, sem veitir börnum í 1.-4. bekk í Hvassaleitisskóla þjónustu, verður opið alla daga fram að skólabyrjun 3. september frá kl. 9.15-17.00.

Frístundaheimilið Álftabær, sem veitir börnum í 1.-4. bekk í Álftamýrarskóla þjónustu frá og með miðvikudeginum 26. ágúst, verður opið fyrir 1. bekk alla daga frá kl. 9.15 til 17:00 þar til skólinn hefst að nýju 7. september
Frá og með fimmtudeginum 27. ágúst geta nemendur í 2. bekk komið frá kl. 09.15-17:00,  og frá og með föstudeginum 28. ágúst geta nemendur í  3.-4. bekk komið alla daga kl. 13.00.  Lengri dvöl fyrir elstu börnin ræðst af starfsfólki sem getur unnið á morgnana.

Félagsmiðstöðin Tónabær, sem veitir börnum og unglingum í 5.-10. bekk í báðum skólum þjónustu, ætlar að lengja opnunartíma.

Þriðjudagur 25. ágúst
Opnun fyrir 8. - 10. bekk. 
kl. 12.00 – 17.00

Miðvikudagur 26. ágúst
Opið fyrir 5.-7. bekk 
kl. 10.00 – 16.00

Fimmtudagur 27. ágúst
Opnun fyrir 8.-10. bekk
kl. 12.00 – 17.00

Föstudagur 28. ágúst
Opnun fyrir 5.-7. bekk
kl. 10.00 – 16.00

Einhverfum börnum úr Hvassaleitisskóla, sem sækja þjónustu í sértæku félagsmiðstöðina Hellinn, hefur verið boðin heilsdagsþjónusta.

Öll þessi viðbótarþjónusta er foreldrum að endurgjaldslausu.