Matarsóun meiri en margan grunar

Skóli og frístund

""

Nemendur í 6. bekk Háteigsskóla komust að því að matarsóun kostar okkur margar krónur.  

Hér er lýsing á verkefninu sem nemendur í 6. bekk Háteigsskóla unnu að í febrúar; 

Við í 6. bekk höfum verið að kynna okkur matarsóun. Við ákváðum að rannsaka matarsóunina okkar. Við vigtuðum matarafganga 2. - 7. bekkjar í borðsalnum í heila viku. Við komumst að því að við hentum mjög mikið af mat.

Fyrsta daginn sem við vigtuðum matarafgangana var það of mikið fyrir vigtina sem skólinn átti og þess vegna gátum við ekki haft mánudaginn með í niðurstöðum okkar. Við fórum því heim og náðum í aðra vigt sem við notuðum fyrir hina dagana.

Yfir alla vikuna hentu nemendur í 2. - 7. bekk 28,7 kg af mat.

Við fundum út hvað maturinn sem við hentum í ruslið kostaði og það voru 42.000 kr. fyrir þessa einu viku.

Svo reiknuðum við út hvað það kostaði okkur að henda svona miklum mat í heilan mánuð og við komust að þeirri niðurstöðu að það væri um það bil 168.000 kr. á mánuði sem gera þá 1.512.000 kr. á einu skólaári.

Okkur finnst þetta rosalega slæmt og við viljum reyna að breyta þessu með því að fræða skólafélaga okkar um matarsóun.

Kveðja, 6. bekkur.