Margir sóttu sér innblástur

Skóli og frístund Menning og listir

""

Fjölmargir starfsmenn skóla og frístundamiðstöðva fengu innblástur í fagstarfið, þegar menningar- og fræðslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu kynntu starfssemi sína í vetur. Líf og fjör var á Kjarvalsstöðum þar sem hressandi menningarmessa undir yfirskriftinni Innblástur var haldin.  

Á Innblæstri kynnti starfsfólk sem vinnur með börnum og unglingum í borginni sér þau fjölmörgu tilboð sem þeim stendur til boða til að glæða menntun lífi, list og menningu. Lista-, menningar- og fræðslustofnanir kynntu sín tilboð og sýndu margvísleg dæmi um fræðslu þar sem rýnt er í sögu, náttúru, listir og menningu frá ýmsum sjónarhornum.

Á Innblæstir var því bæði poppað, dansað, grafnar upp fornleifar, rifið í tæknigræjur og gerðar vísindatilraunir. Þá gátu gestir fræðst um leiðir til að kenna mannréttindi, hinsegin mál, hvernig skipuleggja má heimsóknir í leikhús og á sinfóníutónleika, svo og fullt af alls konar öðru skemmtilegu sem getur stutt við nám og frístundastarf. 

6-700 manns komu á Innblástur að þessu sinni, en aðsóknin á þessa árlegu menningarmessu hefur vaxið ár frá ári.