Margir buðu í byggingarrétt í Úlfarsárdal

Stjórnsýsla Atvinnumál

""

Spenna var í loftinu þegar tilboð í byggingarrétt á lóðum í Úlfarsárdal voru lesin upp á opnum útboðsfundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Bjóðendur voru viðstaddir og staðfestu þeir boð sín með greiðslu tilboðstryggingar.

Alls barst 181 tilboð og gengið var frá tilboðstryggingu fyrir 30 lóðir. Óli Jón Hertervig hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara segir að starfsmenn hafi fundið fyrir miklum og vaxandi áhuga fyrir lóðunum er nær dró tilboðsskiilum. Vegna fjölda tilboða tók lestur tilboða nokkuð lengri tíma en áætlað var.

Borgarráð úthlutar lóðum og eru niðurstöður útboðsins háðar samþykki þess. Útboðið var með sama sniði  og lóðaútboð í fyrra. 

Nánari upplýsingar: