Málþing um veggjöld 5. nóvember

Samgöngur

""

ITS Ísland, sem er félag um snjallar samgöngur, stendur fyrir málþingi (fjarfundi) um veggjöld, fimmtudaginn 5. nóvember 2020.

Tilgangur félagsins ITS er að þróa, styðja við og samhæfa samtengdar/snjallar samgöngur eða á ensku Intelligent Transportation System (ITS). Félagið er einnig aðili að NMIP, sem er samnorrænt verkefni um ótímasettar (unscheduled) almenningssamgöngur. Hægt er að skrá sig á málþingið á viðburðinum á Facebook: https://www.facebook.com/events/432584234380953

Sérfræðingarnir Per Bergström Jonsson frá Sweco í Svíþjóð, Kjell Werner Johansen frá TØI í Noregi, Tom Rye frá Molde University í Noregi og Árni Freyr Stefánsson frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu munu halda erindi.

Dagskrá málþings um veggjöld er eftirfarandi

Kl. 13:00-13:10 Lilja G. Karlsdóttir formaður ITS Ísland býður gesti velkomna. Hún er jafnframt ráðgjafaverkfræðingur hjá samgöngustjóra og borgarhönnun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. 

Kl. 13:10-13:40 Per Bergstrøm Jonsson, Sweco Svíþjóð: Congestion charges as a traffic reduction measure and an instrument for financing transport infrastructure – example from West Sweden.

Kl. 13:45-14:15 Kjell Werner Johansen, TØI Noregur, Road tolls in Norway: Past, Present and Future.

Kl. 14:15-14:35 Hlé

Kl. 14:35-15:05 Tom Rye Professor of Transport Policy, Molde University College.

Kl. 15:10-15:40 Árni Freyr Stefánsson sérfræðingur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Gjaldtaka af umferð á íslandi – Reynsla og möguleikar til framtíðar

Kl. 15:45- 16:00 Pallborðsumræður – spurningar

Allt áhugafólk  um málefnið er hvatt til að fylgjast með. Hér er tengill á útsendinguna, sem verður virkur kl. 13 á fimmtudaginn.