Lýðheilsuvísar 2023

Þátttakendur í skemmtiskokkinu á Menningarnótt 2023
Skemmtiskokkið á Menningarnótt 2023

Lýðheilsuvísar níu sveitarfélaga verða kynntir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun fimmtudaginn 14. september nk. kl. 13:00-14:30.

Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2016 og í ár verða í fyrsta sinn formlega gefnir út lýðheilsuvísar fyrir fjölmennustu sveitarfélögin.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, þ.m.t. Heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að bættri heilsu og líðan.

Dagskrá:

  • Ávarp: Alma D. Möller, landlæknir
  • Gildi lýðheilsuvísa fyrir starf sveitarfélaga – Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
  • Lýðheilsuvísar tengdir samfélaginu og heilsu og sjúkdómum – Sigríður Haraldsdóttir Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, embætti landlæknis
  • Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis
  • Lýðheilsuvísar og starf Heilsueflandi samfélags – Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags, embætti landlæknis Hægt verður að fylgjast með kynningunni á staðnum eða í streymi.

Viðburðurinn á facebook en þar má jafnframt nálgast hlekk á streymi frá fundinum.