Lokun á Geirsgötu og Mýrargötu í nótt og á morgun

Framkvæmdir

Geirsgata

Kort sem sýnir lokun og hjáleiðir á Geirsgötu - Mýrargötu.

Tilkynnt var að unnið yrði við fræsun á Geirsgötu - Mýrargötu, milli Hlésgötu og Steinbryggju. Hafist var handa um klukkan 9 í morgun, 22. júní, og unnið  fram eftir degi. Verkið er viðamikið því hjólförin á þessum kafla eru djúp og því tekur þetta tvo daga. 

Lokun til dagsloka 23. júní

Í ljós hefur komið að lokunin milli Hlésgötu og Bryggjugötu vegna fræsunar og malbikunar framlengist og verður vegarkaflinn lokaður í nótt og til lok dags á morgun, fimmtudag 23. júní. Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, en hjáleiðir verða merktar eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd.

  • Mýrargata lokuð við Hlésgötu. Hjáleið um Ánanaust, Hringbraut, Fríkirkjuveg og Lækjargötu.
  • Geirsgata lokuð við Bryggjugötu. Hjáleið um Fríkirkjuveg, Hringbraut og Ánanaust. 

Hagaðilar hafa verið upplýstir um málið og vegfarendur beðnir um að taka tillit til þessa.