Nú er komið að þeim áfanga að undirbúa að leggja nýtt yfirborð á Laugarvegi. Þar að leiðandi verður lokað fyrir aðgengi inn í Mathöllina Hlemmi frá Laugavegi, en starfsemin er enn í fullum gangi og verður inngangurinn frá Hverfisgötu áfram opinn. Gert ráð fyrir lokun á innganginum í þrjár vikur.
Framkvæmdir á fjórða áfanga Hlemmsvæðis hafa gengið vel á þessu ári. Veðurfar hefur verið gott og enn áætlað er að framkvæmdum ljúki að mestu leyti á þessu ári. Nú er komið að þeim áfanga að undirbúa að leggja nýtt yfirborð á Laugarvegi. Þar að leiðandi verður lokað fyrir aðgengi inn í Mathöllina Hlemmi frá Laugavegi, en starfsemin er enn í fullum gangi og verður inngangurinn frá Hverfisgötu áfram opinn. Gert ráð fyrir lokun á innganginum í þrjár vikur.
Nýtt yfirborðsefni, setaðstaða, leik- og dvalarsvæði ásamt gróðri verða ríkjandi þættir á nýju Hlemmtorgi ásamt vistvænni nálgun á meðhöndlun yfirborðsvatns. Að framkvæmdum loknum verður svæðið sannkallað torgsvæði, ekki aðeins með auknum gróðri og dvalarrýmum heldur líka list.