Loksins Menningarnótt 2022

Mannlíf Menning og listir

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, fór yfir helstu atriði Menningarnætur á blaðamannafundinum
Frá blaðamannafundi Menningarnætur 2022

Loksins, loksins verður haldið upp á afmæli Reykjavíkurborgar þann 20. ágúst næstkomandi. Menningarnótt hefur ekki verið haldin síðastliðin tvö ár vegna faraldurs en nú er komið að því!

Þann 18. ágúst er tvöfalt afmæli, Reykjavíkurborg verður 236 ára og Menningarnótt verður 27 ára, mikill aldursmunur, en báðar hafa þær dafnað og vaxið í áranna rás.

Menningarnótt er stærsti viðburður ársins í Reykjavík og er ætluð öllum borgarbúum og gestum sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.

Fjölbreytt dagskrá

Dagskráin í ár er sérstaklega fjölbreytt og menningarleg allt frá stórtónleikum til opins húss í Hússtjórnarskólanum og listsýningum.

Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13:00 á laugardaginn – þar koma m.a. við sögu loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður.

Sérstakir gestir Menningarnætur er Support for Ukraine, Iceland og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðsludagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Tónlistin skipar stóran sess líkt og fyrri ár. Tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér svo um stuðið við Klapparstíg að venju.

Götubitinn verður á Miðbakkanum þar sem 20 matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum.

Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin skipar stóran sess líkt og fyrri ár. Tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér svo um stuðið við Klapparstíg.

Götubitinn verður á Miðbakkanum þar sem 20 matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum.

Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika, auk þess sem veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu.

Menningarnótt lýkur svo með flugeldasýningu sem fylgjast má með frá Arnarhóli og víðar.

Aðgengi og öryggismál

Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti svo gangandi vegfarendur geti notið dagskrárinnar og eru gestir hvattir til að koma fótgangandi eða hjólandi í miðborgina. Það verður frítt í Strætó.

Í samráði við rafskútufyrirtækin verður aðeins hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum á hátíðarsvæði Menningarnætur. Upplýsingar um það er að finna á menningarnott.is.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á menningarnott.is

Gleðilega hátíð!