Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar

Samgöngur Umhverfi

""

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar verður haldinn föstudaginn 29.nóvember frá 13:00 – 16:00 í Kaldalóni í Hörpu. Fundurinn, sem haldinn er árlega, hefur fest sig í sessi og veitir öllum tækifæri til að taka púlsinn á loftslagsmálum og kynna sér þetta áhugaverða málefni. Sjá streymi frá fundinum neðar á síðunni.

Kynnt verða mikilvæg skref sem stigin hafa verið í málaflokknum, auk þess sem kynntar verða nýjungar þegar kemur að mælingum, framkvæmdum og nýsköpun tengdum loftslagsmálum.

Á annað hundrað íslenskra fyrirtækja hafa nú þegar skrifað undir loftslagsyfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs.

Fyrir fundinn, kl: 12:30, munu þeir aðilar sem á þessu ári hafa skuldbundið sig til að starfa samkvæmt loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, undirrita hana formlega ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.

Aðgangur er ókeypis en skráning á fundinn stendur nú yfir sjá: Skráning þátttöku og nánari upplýsingar um fundinn.

Beint streymi frá fundinum:

Hvað erum við TILBÚIN til að gera?

Dagskrá fundarins:

Aðalbjörg Egilsdóttir, ungmennafulltrúi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Urð og grjót upp í mót.

Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri Vínbúðanna.

Framlag til að sporna við hamfarahlýnun

Kaffihlé

Þegar kynslóðir taka höndum saman, loftslagsmælir Festu fer í loftið.

Loftslagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar 2018

Fulltrúi Klappa Grænna lausna sem hlutu loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu 2018 og fulltrúar, ÁTVR, Eflu og IKEA voru tilnefnd til viðurkenningarinnar segja frá því hvaða þýðingu viðurkenningin hafi haft fyrir starfsemi þeirra.

Afhending Loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar 2019

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 

Hrönn Ingólfsdóttir, formaður Festu

16:00 – 18:00 Markaðs- og samtalstorg

Boðið verður upp á léttar veitingar eftir fundinn

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis

Kynningarbásar – fyrirkomulag

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að setja upp upplýsinga/kynningabás í tengslum við fundinn er bent á að hafa samband við verkefnastjóra Festu, Hörpu Júlíusdóttur, netfang harpa@samfelagsabyrgd.is Leiga fyrir uppsetningu á bás er kr. 15.000. Básarnir verða staðsettir á Norðurbryggju, opna svæðinu fyrir framan Kaldalón þar sem fundurinn fer fram. Þarna gefst  fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum og öðrum  tækifæri til að kynna sínar áherslur og afurðir þegar kemur að loftslagsaðgerðum.

Reykjavíkurborg styður við félagasamtök, nýsköpunar- og menntastarf með því að bjóða þeim kynningarpláss endurgjaldslaust. Óskað er eftir að umsóknir um ókeypis kynningarpláss berist fyrir 25. nóvember á netfangið usk@reykjavik.is merkt “Loftslagsfundur2019” þar sem fram kemur nafn á félagasamtökum, netfang tengiliðar og lýsing á því verkefni sem verður kynnt. Kynningarefnið sjálft er á ábyrgð og kostnað þátttakenda. Takmarkað pláss er í boði svo val á þátttakendum fer eftir hversu vel verkefnið tengist loftslagsmálum.