Loftgæðafarstöð flutt í Grafarvog | Reykjavíkurborg

Loftgæðafarstöð flutt í Grafarvog

fimmtudagur, 28. júní 2018

Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlitsins komið fyrir í nágrenni við Egilshöll.

  • Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
    Loftgæðafarstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komin á sinn stað við gatnamót Fossaleynis og Víkurvegar.

Önnur af loftgæðafarstöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (Loftgæðafarstöð II) hefur nú verið flutt frá Eiríksgötu í Grafarvoginn, nánar til tekið að gatnamótum Fossaleynis og Víkurvegar. Við flutning á stöðvunum er að ýmsu að huga. Í stöðinni eru mæld köfnunarefni (NO2), svifryk (PM10), brennisteinsvetni (H2S) og brennisteinsdíoxíð (SO2) og verður fróðlegt að fylgjast með mælingum stöðvarinnar, ekki síst vegna nálægðar við Egilshöllina þar sem margir stunda íþróttir og önnur áhugamál.

Þetta er því áhugaverður staður til að fá upplýsingar um loftgæði í borginni. Stefnt er að því að stöðin verði þarna í u.þ.b. eitt ár til að fá sem nákvæmastar upplýsingar um loftgæði á mismunandi árstímum.