Reykjavíkurborg auglýsir þessa dagana eftir fyrirtækjum á sviði skapandi greina sem hafa áhuga á að fá lóð í öðrum áfanga í Gufunesi. Skipulagsvinna er hafin og stefnt að því að rammaskipulag verði samþykkt á árinu.
Áhugasöm fyrirtæki sem vilja koma með sköpunarkraft inn í hverfið fá hér tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hugmyndir og óskir sem berast geta orðið kveikja að samstarfi eða samningum um lóðir á svæðinu og þá um leið hluti af forsendum fyrirhugaðs skipulags. Fyrirtæki hafa frest til og með 1. mars til að lýsa áhuga sínum.
Í Gufunesi hefur verið mikil uppbygging undanfarin ár og fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar í skapandi greinum hafa fundið sér þar samastað. Öflug íbúðauppbygging er einnig í gangi, en hundruðir íbúða eru á byggingarstigi og fyrstu íbúar víða fluttir inn.
Nánari upplýsingar: