Litlahlíð opin fyrir bílaumferð

Samgöngur

Búið er opna fyrir bílaumferð í Litluhlíð. Verktaki mun nú halda áfram með þann frágang sem eftir er. Ekki er hægt að ljúka við yfirborðsfrágang fyrr en búið er að ganga frá stórum hitaveitulögnum. Frágangur á hjólastígnum undir Litluhlíð verður unninn á nýju ári. Veðurfar næstu vikur mun ráða nokkru um framvindu verksins. 

Lítlahlið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Veitna og Vegagerðar. Verktaki er Háfell ehf. og hönnun er unnin af VSÓ Ráðgjöf. Hér er um að ræða framhald á lagningu göngu-og hjólastígs sem kominn er meðfram Bústaðavegi og mun svo halda áfram eftir Skógarhlíð.

Nokkur atriði til upplýsingar:

  • Stefnt er að götumálningu á næstunni ef veður leyfir.
  • Stefnt er þökulögn á miðeyju fljótlega. 
  • Vegrið sitt hvoru megin við undirgöng eru ekki komin upp, en öryggi vegfarenda er tryggt með steinblokkum sem hlaðið hefur verið meðfram götunni annars vegar og gangstíg hins vegar.
  • Gangstígur meðfram Litluhlíð er með malaryfirborði. Hann verður steyptur seinna.
  • Gönguleið hefur verið útbúin meðfram Eskitorgi að vestanverðu.
  • Umferðarljós hafa verið sett upp, lagnir að þeim lagðar og kveikt á þeim.
  • Götuljósastaurar eru tilbúnir ásamt lögnum að þeim. 
  • Frágangur á hjólastígnum undir Litluhlíð ásamt hluta af yfirborðsfrágangi beggja vegna Litluhlíðar mun frestast fram í byrjun árs 2022.

Eldri frétt
Framkvæmdasjá