Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir þátttakendum í lifandi gjörninga eftir Ragnar Kjartansson

Mannlíf Menning og listir

""

Sýningin Guð, hvað mér líður illa stendur frá 3. júní–24. sept 2017. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður undirlagt verkum eftir listamanninn Ragnar Kjartansson. Þar á meðal eru lifandi gjörningar. Leitað er að áhugasömum þátttakendum.

Sýningin Guð, hvað mér líður illa stendur frá 3. júní–24. sept 2017. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður undirlagt verkum eftir listamanninn Ragnar Kjartansson. Þar á meðal eru lifandi gjörningar. Leitað er að áhugasömum þátttakendum í eftirfarandi verkefni:

Til tónlistarinnar (To Music)
Píanistar til að leika undir ljóðasöng Schuberts, An die Musik. Viðkomandi þarf að hafa kunnáttu sem samsvarar 7. stigi í hljóðfæraleik. Tímabil 2.-11. júní auk undirbúningstíma. Píanistar sendi mynd og hljóðupptöku að eigin vali (vefslóð eða hljóðskrá).

Kona í e-moll (Woman in E)
Tónlistarkonur sem hafa sterka útgeislun og sjálfstraust til að standa einar á sviði. Viðkomandi þarf að hafa lágmarkskunnáttu á gítar, geta stillt hljóðfærið, skipt um strengi og leikið grunnhljóma. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Tímabil 17. júní–3. sept., vaktaskipt, auk undirbúningstíma. Tónlistarkonur sendi mynd af sér standandi með gítar.

Taktu mig hérna við uppþvottavélina - minnisvarði um hjónaband (Take Me Here by the Dishwasher - Memorial for a Marriage)
Karlkyns gítarleikarar sem hafa sjálfstraust til að koma fram í mikilli nánd við áhorfendur. Viðkomandi þarf að eiga gítar og hafa burði til að læra og flytja raddaðan söng og gítarleik. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri. Gítarleikarar sendi vídeóupptöku með söng og gítarleik að eigin vali (vefslóð eða vídeóskrá). Tímabil 9.-24. sept. auk undirbúningstíma.

Auk ofangreinds efnis skulu umsækjendur senda stutt bréf með lýsingu á eigin hæfni og æviágripi, náms- og starfsferilsskrá, netfang og símanúmer. Umsóknarfrestur er 30. apríl. Völdum umsækjendum verður boðið í prufur á tímabilinu 1.-5. maí. 

Nánari upplýsingar veitir Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, s. 411 6404.

Umsóknir sendist á netfangið listasafn@reykjavik.is merkt „Gjörningar – umsókn“.