Lesum heiminn | Reykjavíkurborg

Lesum heiminn

fimmtudagur, 11. október 2018

 

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network.

  • Hver borg valdi einn texta eftir höfund frá viðkomandi borg, eða höfund sem tengist borginni með einhverjum hætti. 
    Hver borg valdi einn texta eftir höfund frá viðkomandi borg, eða höfund sem tengist borginni með einhverjum hætti. 
  • Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á mikilvægi samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag
    Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á mikilvægi samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag
  • Textarnir fjalla allir um frelsi eða sjálfstæði í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugt
    Textarnir fjalla allir um frelsi eða sjálfstæði í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. 

Í Ráðhúsi Reykjavíkur er textasýning frá 10. - 31. október með bókmenntatextum frá nítján Bókmenntaborgum víðs vegar um heiminn. Textarnir fjalla allir um frelsi eða sjálfstæði í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. 

Hver borg valdi einn texta eftir höfund frá viðkomandi borg, eða höfund sem tengist borginni með einhverjum hætti. 

Á sýningunni  eru sýndar tilvitnanir úr ljóðum og prósaverkum frá eftirtöldum Bókmenntaborgum: Barcelona, Bucheon, Dublin, Dunedin, Edinborg, Heidelberg, Iowa City, Lillehammer, Ljubljana, Lviv, Manchester, Melbourne, Mílanó, Norwich, Nottingham, Obidos, Qebec City, Reykjavík og Tartu. Bókmenntaborgir UNESCO eru nú 28 talsins. 

Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á mikilvægi samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.

Ráðhúsið er opið alla daga frá kl. 8 - 20. 

Hönnun: Sigurður Oddsson.