Leikskólinn Árborg lokaður fram á föstudag vegna smits

Skóli og frístund

""

Allir starfsmenn leikskólans Árborgar, 20 talsins, og 60 börn sem þar dvelja eru komin í sóttkví fram á föstudag eftir að smit greindist hjá starfsmanni. 

Starfsmaður Árborgar, sem reyndist smitaður, hafði verið í vettvangsferð í liðinni viku með börnum og nemendum úr leikskólunum Holti og Múlaborg. Því þurfa fjórtán börn í Múlaborg og fjórir starfsmenn einnig að fara í sóttkví fram á föstudag, svo og tvö börn og þrír starfsmenn í leikskólanum Holti.  

Árborg var lokað í gær í varúðarskyni vegna gruns um Covid-19 smit sem nú hefur verið staðfest.