Leikskólagjöld felld niður á ákveðnum tímabilum

Skóli og frístund

Börn að leik í leikskóla

Sú breyting hefur verið gerð að skólaárið 2024 – 2025 verða leikskólagjöld felld niður vegna barna í leikskólum Reykjavíkurborgar á ákveðnum tímabilum. 

Vistun er valkvæð þá daga sem um ræðir og þarf að skrá börn sérstaklega sé vistunar óskað. Skráning þá daga sem næsta haustfrí grunnskóla stendur yfir opnar fimmtudaginn 26. september.

Foreldrar þurfa að ská börn í vistun innan auglýsts frests en sé það ekki gert er litið svo á að barnið sé í fríi umrætt tímabil. Unnt er að skrá barn í vistun staka daga eða alla dagana, á móti gengur lækkun leikskólagjalda til baka. Tilkynnt verður sérstaklega þegar opnað er fyrir skráningu og hvað hún stendur lengi í hvert sinn. 

Framundan er haustfrí, frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudeginum 28. október 2024. Opnað er fyrir skráningu 26. september og lýkur 10. október. Skráning er bindandi.

Skrá þarf börn sérstaklega í vistun eftirtalin tímabil:

  • Alla virka daga á milli jóla og nýárs 
  • Alla virka daga í dymbilviku (síðustu vikuna fyrir páska) 
  • Alla virka daga í hausfríi og vetrarfríi grunnskóla (samkvæmt samþykktu skóladagatali vegna grunnskóla Reykjavíkurborgar)  

Til að skrá börn í vistun fyrrnefnda daga þurfa foreldrar/forsjáraðilar að fylla út eyðublað hjá leikskólastjóra fyrir hvert tímabil innan skráningarfrests.