Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi?

fimmtudagur, 18. maí 2017

Leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? verður þriðjudaginn 23. maí um þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.

  • Sýning í Ráðhúsinu
  • Sýning í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 23 maí verður gestum og gangandi boðið í leiðsögn um sýninguna Hvað er í gangi? Sýningarstjórarnir Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og Steve Christer, hönnuður sýningarinnar, munu þar veita innsýn inn í tilurð og markmið sýningarinnar og greina frá helstu uppbygginarreitum hennar. Björg Halldórsdóttir og Fernando de Mendonça, arkitektar frá PKdm munu segja frá uppbygginarreitum sem PKdM hafa haft aðkomu að.

Markmiðið með sýningunni er að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir og fyrirhuguð er, auk þess sem saga og þróun miðborgarinnar er sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum við borgarbúa og framkvæmdaaðila. Sýningarhönnun er í höndum Studio Granda.

Leiðsögnin verður milli kl. 19. og 20. þann 23.maí og sýningin verður opin næstu tvö árin. Sýningin er opin öllum gestum Ráðhússins að kostnaðarlausu. Ráðhúsið er opið alla daga millli kl. 8. - 20.

Tengill á viðburðinn á facebook