Legionellu baktería upprætt á Droplaugarstöðum

Velferð

""

Fyrir rúmlega sex vikum veiktist einn íbúi á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða af Legionellu bakteríu eða hermannaveiki. Viðkomandi hefur náð fullum bata og ekki hafa fleiri sýkst. Strax var gripið til ráðstafana til að uppræta bakteríuna.

Nýjustu niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sýna að enn er Legionellu (hermannaveiki) baktería í vatnslögnum á heimilinu og farið verður í enn frekari framkvæmdir til að uppræta bakteríuna alveg úr lagnakerfi hússins.

Verkfræðistofan Mannvit ber ábyrgð á framkvæmd og eftirliti þeirra aðgerða sem gripið verður til. Við þær aðgerðir er fylgt leiðbeiningum um upprætingu bakteríunnar frá Landlæknisembættinu og Landspítala. Þetta er í annað sinn sem það er gert en nú voru fengnir nýir aðilar til verksins og verkið er unnið samdægurs í öllu húsinu en ekki skipt á tvo daga eins og áður var gert.

Framkvæmd hreinsunar verður fimmtudaginn 3.október. Matís kemur föstudaginn 4. október í sýnatöku svo hægt sé að staðfesta sem fyrst að aðgerðirnar hafi verið fullnægjandi.

Þar til bakterían hefur verið upprætt með öllu úr kerfinu verða ráðstafanir til þess að vernda íbúa hjúkrunarheimilisins, sem sumir hverjir eru viðkvæmir fyrir. Bakterían smitast ekki milli manna en það mun taka um 10 daga að staðfesta að bakterían sé ekki lengur til staðar.

Nánar um hermannaveiki