Laus sæti skrifstofustjóra hjá fjármála og áhættustýringasviði

Fjármál

""

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtogum til að stýra skrifstofu áhættustýringar og launaskrifstofu.

Skrifstofa áhættustýringar er skrifstofa á nýju kjarnasviði fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan fer með stefnumörkun og innleiðingu á heildstæðri áhættustýringu hjá Reykjavíkurborg. Í því felst ábyrgð á framkvæmd áhættustýringar til samræmis við stefnu, ráðgjöf og fræðslu á sviði áhættustýringar, gerð leiðbeininga, þróun skýrslugerðar og miðlun upplýsinga.

Skrifstofan ber ábyrgð á fjárhagslegum áhættugreiningum og tekur þátt í stefnumótun um fjármálastjórn og fjárhagslega áhættustýringu. Skrifstofan annast vöktun á horfum í efnahagsmálum og gerð greinargerða til borgarstjóra og borgarráðs um áhættur í rekstrarumhverfi borgarinnar.

Launaskrifstofa er einnig skrifstofa á nýju kjarnasviði fjármála- og áhættustýringar. Skrifstofan ber ábyrgð á launavinnslu borgarinnar og afgreiðslu launa, launatengdum gjöldum og skilum á staðgreiðslu launa. Þá veitir skrifstofan ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa, sinnir fræðslu- og gæðamálum vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna, auk fleiri verkefna er heyra undir skrifstofuna.

Báðar stöðurnar vinna að úrlausn fjölbreyttra og krefjandi greininga og verkefna sem varða mikilvæga hagsmuni borgarinnar og borgarbúa. Borgin leitar að leiðtogum með stjórnunarreynslu, góða samskiptahæfni og einstaklingum sem sýna frumkvæði, framsýni og metnað til að ná árangri í starfi.

· Nánar um starf skrifstofustjóra áhættustýringar

· Nánar um starf skrifstofustjóra launaskrifstofu