Laugalækjarskóli, Laugó og Dalheimar fá viðurkenningu UNICEF | Reykjavíkurborg

Laugalækjarskóli, Laugó og Dalheimar fá viðurkenningu UNICEF

föstudagur, 18. maí 2018

Laugalækjarskóli, félagsmiðstöðin Laugó og frístundaheimilið Dalheimar fögnuðu í dag viðurkenningu UNICEF sem Réttindaskóli og Réttindafrístund.

 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
  Dagur borgarstjóri sagðist stoltur af réttindastarfinu í Laugardalnum, en áður hefur Laugarnesskóli fengið viðurkenningu UNICEF sem Réttindaskóli.
 • Réttindaráðið í Laugalækjarskóla ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.
  Réttindaráðið í Laugalækjarskóla ásamt Degi borgarstjóra og Bergsteini framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.
 • Réttindaráðið í félagsmiðstöðinni Laugó ásamt borgarstjóra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.
  Réttindaráðið í félagsmiðstöðinni Laugó ásamt Degi borgarstjóra og Bergsteini Jónssyni framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.
 • Fulltrúi í Réttindaráði Laugalækjarskóla í ræðustól.
  Fulltrúi í Réttindaráði Laugalækjarskóla í ræðustól.
 • Fylgst með hátíðardagskránni.
  Nemendur í Laugalækjarskóla eru áhugasamir um mannréttindastarfið.
 • Leikið á selló
  Nemendi við Laugalækjarskóla lék á selló við athöfnina og fór með áheyrendur yfir regnbogann.

Allt skóla - og frístundastarf barna og unglinga á þessum starfssstöðum byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þátttöku barna, jafnrétti, lýðræði og virðingu. Hátíðardagskrá var í Laugalækjarskóla þegar þessari viðurkenningu UNICEF var fagnað en hún er árangur af markvissu réttindastarfi meðal nemenda og starfsfólks. 

Réttindaskólar UNICEF byggja á hugmyndafræði sem hefur verið innleidd í mörg þúsund skólum út um allan heim með góðum árangri. Réttindaskólar vinna markvisst að því að börn, kennarar, foreldrar og aðrir sem tengjast skóla- og frístundastarfinu þekki réttindi barna og beri virðingu fyrir þeim. Með þessari viðurkenningu UNICEF varð Laugó fyrsta Réttindafélagsmiðstöðin í heiminum.

Dagur B. Eggertsson ávarpaði samkomuna í morgun, sagðist stoltur af réttindastarfinu og óskaði börnum og starfsfólk til hamingju með áfangann. Þá sungu nemendur og léku á hljóðfæri.