Lasagna vörur frá Krónunni innkallaðar

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Innköllun á Mexíkó lasagna, kjúklingalasagna og lasagna frá Krónunni vegna ómerktra ofnæmis- eða óþolsvalda (egg, sinnep, sellerí).

Krónan hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað af markaði eftirfarandi vörur þar sem tilteknir ofnæmis- eða óþolsvaldar eru ekki tilgreindir í merkingum á umbúðum þeirra.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Krónan.

Vöruheiti: Mexíkó lasagne, kjúklingalasagne, lasagne.

Geymsluþolsdagsetningar: Allar.

Strikanúmer: 2208613010067, 2204532010065, 2204520010060.

Framleiðsluland: Ísland.

Dreifing: Verslanir um Krónunnar um land allt.

Krónan Mexíkó lasagne inniheldur egg, sellerí og sinnep án þess að þeirra sé getið í listanum yfir innihaldsefnin á umbúðum vörunnar.  Krónan kjúklingalasagne og lasagne innihalda egg en þau eru ekki tilgreind í listunum yfir innihaldsefnin.  Egg og afurðir úr þeim, sellerí og afurðir úr því og sinnep og afurðir úr því eru á lista yfir ofnæmis- eða óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- eða óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir eggjum, selleríi og/eða sinnepi.  Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir ofangreindum ofnæmis- eða óþolsvöldum eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til þeirrar verslunar þar sem þær voru keyptar.  Nánari upplýsingar veitir Ólafur Júlíusson hjá Krónunni.