Landsmót hestamanna í Reykjavík | Reykjavíkurborg

Landsmót hestamanna í Reykjavík

föstudagur, 6. júlí 2018

Lands­mót hesta­manna var form­lega sett í gærkvöldi með glæsibrag í Víðidal. Setn­ing­ar­at­höfn­in hófst með hópreið full­trúa allra aðild­ar­fé­laga Lands­sam­bands hesta­manna.

 • Frábær stemning í brekkunni
  Frábær stemning í brekkunni
 • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hjörtur Bergstað, formaður Fáks
  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hjörtur Bergstað, formaður Fáks
 • Þjóðsöngurinn sunginn
  Þjóðsöngurinn sunginn
 • Lands­mót hesta­manna í Víðidal var form­lega sett í gærkvöldi
  Lands­mót hesta­manna í Víðidal var form­lega sett í gærkvöldi
 • Landsmót hestamanna var formlega sett í tuttugasta og þriðja sinn.
  Landsmót hestamanna var formlega sett í tuttugasta og þriðja sinn.

Þetta er í 23. sinn sem Landsmót hestamanna er haldið og það er að þessu sinni í Reykjavík. Að hópreið lok­inni tók Magni Ásgeirs­son lagið og Dísella Lár­us­dótt­ir óperu­söng­kona söng þjóðsöng­inn. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri setti svo formlega mótið en það er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal þar sem aðstaða er öll til fyrirmyndar og nóg af hesthúsaplássum.

Farið var í talsverðar framkvæmdir vegna landsmótsins, t.d var gerð ný áhorfendabrekka þannig að hægt er að sitja nánast allan hringinn í kringum keppnisvöllinn hjá Hvammsvelli. Kynbótavöllurinn var færður nær áhorfendabrekkunni á Brekkuvelli hjá félagsheimili Fáks.

Dagskráin í gær hófst á kynbótavellinum þar sem fram fór yfirlit 4 til 7+ vetra hryssna. Keppni hófst svo á aðalvellinum í milliriðlum ungmennaflokks. Forkeppni í tölti fór svo fram um kvöldið að lokinni setningarathöfninni með mikilli eftirvæntingu áhorfenda.

Sýnikennsla var í reiðgerðinu á vegum Félags tamningamanna og á mótssvæðinu er leiksvæði fyrir börnin þar sem m.a. er hægt að fara í hoppukastala. 

Mathöllin sér um veitingar á svæðinu en hægt er að fá sér eitthvað matarkyns, bæði inni og fyrir utan reiðhöllina og víðar á mótssvæðinu eru markaðstjöld.

Landsmót hestamanna í Reykjavík stendur til 8. júlí en hægt er að skoða dagskrá mótsins á slóðinni, www.landsmot.is