Landsmet í lautarferð

Skóli og frístund Íþróttir og útivist

""

Á morgun miðvikudaginn 8. júlí geta Reykvíkingar og gestir slegið landsmet í lautarferð og ekki spillir fyrir að spáð er brakandi blíðu.

Það eru frístundamiðstöðvarnar Kringlumýri, Gufunesbær, Ársel, Tjörnin og Miðberg sem standa fyrir þessum viðburði. Með þátttöku sem flestra verður hægt að slá met í lautarferð og því biðja frístundamiðstöðvarnar almenning um að taka þátt í þessum gjörningi þeirra.

Haldnar verða lautarferðir á fimm stöðum víðsvegar um borgina. Staðsetningarnar eru eftirfarandi;

  • Laugardalur, við gömlu þvottalaugarnar klukkan 12:00 - 18:00
  • Grafavogur, Gufunesbær klukkan 16:00 - 18:00
  • Breiðholt, Seljatjörn klukkan 14:00 - 17:00
  • Miðbær, Hljómskálagarðurinn klukkan 14:00 - 17:00
  • Grafarholt, Paradísardalur (fyrir ofan MBL húsið) klukkan 11:30 - 13:00

Gott er að hafa með sér teppi, léttar yfirhafnir og eitthvað matarkyns. Starfsmenn frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar sjá svo til þess að ljúfir tónar leiki við gesti á meðan allir aldurshópar njóta sumarblíðunnar saman. 

Öll velkomin!