Kynningarfundur um fyrir Veðurstofureit í dag
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund um tillögu að deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit. Um er að ræða skipulag fyrir ríflega 200 íbúðir á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp borgara. Fundurinn er haldinn í dag, 29. ágúst í Borgartúni 14, í Vindheimum á 7. hæð kl. 17.00.
Á íbúafundinum í mun fulltrúi Lendager og fulltrúar Reykjavíkurborgar kynna tillöguna. Hægt er að nálgast gögn inn á skipulagsgátt hjá Skipulagsstofnun. Þar er jafnframt hægt að skila inn formlegum athugasemdum, ábendingum og umsögnum til 25. september.
Öll velkomin, kaffi á könnunni.