Kynning á tillögum að hverfisskipulagi

Skipulagsmál Hverfisskipulag

""

Tillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi verða aðgengilegar á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík  föstudaginn 19. nóvember á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík  

Íbúum er boðið á sýningu og í hverfisgöngur þar sem farið verður yfir vinnutillögurnar.

Byggt á tillögum íbúa og ráðgjafa

Tillögurnar eru byggðar á fjölmörgum hugmyndum, ábendingum og áherslum sem íbúar settu fram á íbúafundum, í rýnihópum og í vinnu með börnum og ungmennum í skólum hverfanna.

Til viðbótar komu að verkinu skipulagsráðgjafar borgarinnar með sínar hugmyndir en saman mynda þessar vinnutillögur drög að framtíðarsýn sem verður unnin áfram eftir að ábendingar og athugasemdir berast.

Horft verður til allra athugasemda þegar gengið verður frá endanlegri tillögu að hverfisskipulagi og íbúar því hvattir til að láta í sér heyra og taka þátt í þessari umferð, sem er sú næstsíðasta í samráðsferlinu.

Bæta þarf tengingar hverfishluta

Miklar umferðargötur skera hverfin og eru umhverfis þau. Íbúar hafa bent á að mikilvægt sé að bæta tengingar hverfishluta og að aukið öryggi sé lykilatriði fyrir samfélagið. Markmið hverfisskipulagsins er að leggja fram lausnir sem draga úr umferðarmengun og hávaða.

Heimildir til að breyta fasteignum

Þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fá íbúar nýjar heimildir til viðbygginga og breytinga á fasteignum sínum, svo sem til að byggja kvisti, svalir og viðbyggingar og fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum.

Í þessari kynningu Reykjavíkurborgar á hverfisskipulaginu er t.d. gerð tillaga um nýtt torg við mót Skipholts, Stórholts og Einholts, sem gæti fengið nafnið Holtatorg. 

Þau sem vilja koma með ábendingu eða gera athugasemdir geta sent tölvupóst á netfangið skipulag@reykjavik.is  merkt hverfisskipulag – Hlíðar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir við vinnutillögur til 21. janúar 2022.

Á kynningartímanum verður opnuð Maptionnaire könnun um helstu vinnutillögur.

Tenglar

Facebook viðburður: 20. nóv. kl. 10. Hverfisganga – Háteigshverfi.

Facebook viðburður: 20.nóv. kl. 13. Hverfisganga – Hlíðahverfi.

https://skipulag.reykjavik.is/