Kvikmyndatökur við Sæbraut - Lokað fyrir alla bílaumferð

Kort yfir lokun Sæbrautar þann 19. október næstkomandi
Lokun á Sæbraut vegna kvikmyndatöku

Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur kvikmyndar um leiðtogafundinn í Höfða.  Laugardaginn 19. október fara tökur fram utandyra og af þeim sökum þarf að loka hluta akbrautarinnar fyrir allri umferð.

Um þessar mundir standa yfir kvikmyndatökur í Höfða vegna kvikmyndar um leiðtogafund Ronald Reagans og Mikhail Gorbachev sem haldinn var í Höfða árið 1986.

Kvikmyndatökur fara fram inni í Höfða en um helgina stendur til að hefja tökur utandyra. Af þeim sökum þarf að loka fyrir alla bílaumferð á Sæbraut milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Ennfremur verður Katrínartún lokað fyrir allri umferð.

Tímasetning lokunar:

Laugardaginn 19. október verður lokað milli klukkan 8:00-13:00 á meðan tökur standa yfir.

Katrínartún verður einnig lokað allri umferð milli klukkan 8:00 til 18:00

Mögulega verður einnig lokað fyrir umferð sunnudaginn 20. október milli klukkan 8:00 -11:00 ef þörf krefur.

Hjáleiðir verða um Kringlumýrarbraut og Snorrabraut (sjá kort)

Beðist er velvirðingar vegna óþæginda sem þetta kann að valda.