Kvikmyndatökur við Sæbraut - Lokað fyrir alla bílaumferð
Um þessar mundir standa yfir kvikmyndatökur í Höfða vegna kvikmyndar um leiðtogafund Ronald Reagans fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Mikhail Gorbachev fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Af þeim sökum verður lokað fyrir umferð á Sæbraut laugardaginn 26. október.
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Laugardaginn 26. október fara tökur fram utandyra og af þeim sökum þarf að loka hluta akbrautarinnar fyrir allri umferð milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Ennfremur verður Katrínartún lokað fyrir allri umferð.
Tímasetningar lokunar:
Laugardaginn 26. október verður lokað milli klukkan 8:00-13:00 á meðan tökur standa yfir. Katrínartún verður einnig lokað allri umferð milli klukkan 8:00 til 18:00
Hjáleiðir verða um Kringlumýrarbraut og Snorrabraut sjá meðfylgjandi kort.
Beðist er velvirðingar vegna óþæginda sem þetta kann að valda.