Kveikt á jólakettinum á Lækjartorgi | Reykjavíkurborg

Kveikt á jólakettinum á Lækjartorgi

föstudagur, 23. nóvember 2018

Fjöldi fólks kom á Lækjartorg nú síðdegis til þess að sjá þegar kveikt var á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi. 

 • Fjöldi fólks mætti til að sjá þegar kveikt var á nýjasta jólskrautinu, jólkettinum á Lækjartorgi
  Fjöldi fólks mætti til að sjá þegar kveikt var á nýjasta jólskrautinu, jólkettinum á Lækjartorgi
 • Jólakötturinn mætti á staðinn enda ánægður með að fá styttu af sér á besta stað.
  Jólakötturinn mætti á staðinn enda ánægður með að fá styttu af sér á besta stað.
 • Grýla og Leppalúði léku á als oddi, enda ánægð með þann virðingarvott sem fjölskyldunni var sýndur
  Grýla og Leppalúði léku á als oddi, enda ánægð með þann virðingarvott sem fjölskyldunni var sýndur
 • Jólakötturinn er vígalegur með rauðsprungin augu
  Jólakötturinn er vígalegur með rauðsprungin augu

Jólaskreytingin er sjálfur jólakötturinn sem er engin smásmíði um 5 metrar á hæð og 6 metrar á breidd. Grýla og Leppalúði mættu á Lækjartorg ásamt jólakettinum og voru þau mjög ánægð með þá virðingu sem fjölskyldunni er sýndur með þessu móti. Tóku þau nokkur lög og léku við hvern sinn fingur.

Barnakórinn Graduale Futuri söng nokkur jólalög og því næst hélt Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, stutta ræðu og svo taldi hún niður ásamt Grýlu og Leppalúða og kveikti svo á jólakettinum en hann er lýstur upp með 6500 led ljósum. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar og mk-illumination í Austurríki og fyrirtækið Garðlist.

Mikill fjöldi fólks mætti á Lækjartorg og biður allir spenntir eftir því að sjá þegar kveikt yrði á ljósunum á kettinum. Börnin voru mjög hrifin af upplýstum jólakettinum sem er vígalegur með rauðskotin augu, en hann mun standa vaktina á Lækjartorgi fram yfir jól.

Haltu á ketti hvað hann er flottur!