Krísuhakk - Hakkaþon á netinu

Samgöngur Skóli og frístund

""

Krísuhakk er hugmyndasamkeppni á netinu þar sem þátttakendur keppast við að finna lausnir við fyrirfram gefnum áskorunum sem eru hátt á baugi.

Mörg lönd víðsvegar um heim hafa á undanförnum vikum haldið sérstök hakkaþon undir heitinu „Hack the Crisis“ og verður þetta með svipuðum formerkjum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Stafrænt Ísland, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reboot Hack og Samband íslenskra sveitarfélaga standa ásamt Reykjavíkurborg að viðburðinum.

Áskoranir í hakkaþoni eru;

  • Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
  • Nýsköpun í félags- og velferðarmálum
  • Nýsköpun í menntamálum
  • Nýsköpun í atvinnumálum
  • Annað – opinn flokkur

Reykjavíkurborg mun styrkja verkefnið fjárhagslega en starfsmenn borgarinnar munu einnig taka þátt í verkefninu sem bæði ráðgjafar (e. mentor) og dómarar.

Vinningstillögurnar fá verðlaun í formi fjármagns. Til að ýta undir aukna virðissköpun og raunverulegt samstarf milli vinningsteyma við áskorunum borgarinnar og starfsfólks Reykjavíkurborgar mun þjónustuhönnunarteymi þjónustu- og nýsköpunarsviðs leiða 1-3 daga nýsköpunarhraðal til að byggja brýr milli borgarinnar og hagaðila.

Reykjavíkurborg hefur áður haldið tvö hakkaþon undir heitinu Borgarhakk sem tókust vel og hún hefur áður komið að því að styðja m.a. háskólahakkaþonið Reboot Hack og loftslagsmaraþon Climate-KIC.

vefsíða hakkaþonsins