Kostnaður við móttökur hefur hríðfallið eftir 2007 | Reykjavíkurborg

Kostnaður við móttökur hefur hríðfallið eftir 2007

fimmtudagur, 25. október 2018

Kostnaður við móttökur á vegum Reykjavíkurborgar hefur hríðfallið eftir árið 2007. Árið 2017 var kostnaður 20 milljonir króna sem er rúmlega tólf milljónum lægri en árið 2007 en þá var kostnaður við móttökur tæpar 32 milljónir króna. Ef sú tala er reiknuð til núvirðis er hún rúmar 53 milljónir.   

  • Súlurit sem sýnir kostnað við móttökur.
    Súlurit sem sýnir kostnað við móttökur frá 2007 til 2018 á verðlagi hvers árs.

Árið 2016 var kostnaðurinn tæpar 12 milljónir króna, árið 2017 tæpar 20 milljónir króna og í ár er kostnaður kominn í 16 milljónir króna.

Í svari við fyrirspurn frá Flokki fólksins sem lagt var fram í borgarráði í dag kom fram að þegar ákveðið er að halda opinbera móttöku er horft til þess að tilefnið þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga og sé í samræmi við höfuðborgarhlutverk borgarinnar.

Kostnaðurinn felst m.a. í veitingum, framreiðslu, launum til listafólks, gjöfum, skreytingum og öðrum tilfallandi kostnaði.

Í meðfylgjandi töflu má sjá þróun kostnaðar vegna móttaka á vegum Reykjavíkurborgar á árunum 2007-2018.

Innifalinn í þessum tölum er m.a. kostnaður vegna móttöku sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur á hverju ári fyrir þá Reykvíkinga sem verða 70 ára.