Kosningar og lýðræði
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hefur gefið út bæklinginn Kosningar og lýðræði - leiðbeiningar um þátttöku í kosningum. Bæklingurinn er unnin að fyrirmynd samskonar leiðbeininga sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur gefið út. Bæklingurinn er á auðskildu máli og í tveimur útgáfum, íslensku og ensku.
Efnið var unnið í samstarfi við starfsnema í þroskaþjálfun og hentar bæklingurinn sérstaklega fólki með þroskahömlun og einhverfu, en nýtist einnig öðrum hópum.
Bæklingurinn segir frá því á einföldu máli hvað er lýðræði og skýrir hvað stjórnmálaflokkar, frambjóðendur og kjörgengi er. Lesandinn er leiddur á einfaldan hátt um hlutverk Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra. skýrt er frá Alþingis-, forseta og sveitarstjórnarkosningum. Hverjir geta boðið sig fram til Alþingis, forseta og sveitarstjórna og hvað þarf til að kjósa á þing, forseta og í sveitarstjórnir?
Að lokum má líka kynna sér hvernig er kosið bæði á kjörstað og utan kjörfundar.
Kosningar til sveitarstjórna
Í bæklingnum kemur m.a. fram að rýmri reglur eru þegar kosið er til sveitarstjórna en í til Alþingis- og forsetakosninga. Þeir sem vilja kjósa í sveitarstjórnarkosningum þurfa að vera orðin 18 ára en það er lagi að vera með ríkisborgararétt frá öðru landi ef þú átt lögheimili á Íslandi. Þeir sem eru með annað ríkisfang en norrænt þurfa að hafa átt lögheimili samfellt í þrjú ár fyrir kosningar.