Kosningar á hverfidmitt.is fara vel af stað

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Fjölmargir íbúar hafa kosið á hverfidmitt.is en þar geta allir 15 ára og eldri með lögheimili í Reykjavík valið  hugmyndir sem þeir vilja að komi  til framkvæmda á næsta ári, en alls eru 450 milljónir til ráðstöfunar.

Kosningavefurinn var opnaður í gær og standa kosningar til miðnættis 14. nóvember.

Á súluritinu má sjá hlutfall íbúa sem höfðu kosið í dag kl. 14. Þá var hlutfallslega besta þátttakan í Grafarholti og Úlfarsárdal, en 3,9% íbúa með kosningarétt höfður þar skilað sínu atkvæði. Í kosningunni í fyrra var sama hverfi með bestu hlutfallslegu þátttökuna, en þá kusu 17,9% íbúa.

Tengt efni: